Bestaþak ehf. hefur í áratugi sérhæft sig í viðhaldi fasteigna og fyrirbyggjandi aðgerðum. Fáðu tilböð frá traustum fagaðila með áratuga reynslu í viðhaldi fasteigna.

Skoðun & áætlun

Fréttir & Fleira

Við komum til þín, skoðum með þér verkefnið og gerum nákvæmar kostnaðaráætlanir með verklýsingum og öðrum gögnum án skuldbindinga.


Þegar við gerum kostnaðaráætlun viljum við skýra frá öllum verkþáttum og kostnaði strax í upphafi.


Við komum ekki með óraunhæft verðtilboð og við mælum ekki með lélegum bráðabirgðalausnum.


Markmið okkar er að vera traust og heiðarlegt fyrirtæki.  Við stöndum við það sem við segjum í upphafi en stílum ekki á aukaverk og bakreikninga.


Við stefnum ekki á að vera ódýrastir, heldur viljum við að viðskiptavinir okkar greiði sanngjarnt gjald fyrir vandaðar og faglegar lausnir.


Við höfum aldrei viljað stækka fyrirtækið umfram getu og höfum vaxið jafnt og þétt, þannig höfum við staðið traustum fótum sama hvernig árar.

Þessi markmið okkar hafa skilað því að við eigum fasta trausta viðskiptavini sem velja að eiga viðskipti við okkur ár eftir ár.  


Ef þetta eru kostir sem þú telur henta fyrir þín viðhaldsmál þá endilega vertu í sambandi við okkur.

Nánari upplýsingar:
info@bestathak.com

Þakviðgerðir

Bestathak   /   Kópavogur /   220288-5799   /   Sími 779-5561   /   info@bestathak.com